ISR - CAT

SJÁLFSVÖRN F. KONUR

 

Í ISR CAT er lögð áhersla á að forðast og koma sér undan stærri og sterkari árásaraðila. Notast er við leysitök, fellur, hengingar, högg og ýmis bolabrögð til að koma sér undan. 

Sjálfsvörn ISR snýr ekki bara að átökunum sjálfum heldur einnig taktík þeim tengdum. Hvernig við forðumst átök og komum í veg fyrir að eldfimar aðstæður stigmagnist. Hvernig við staðsetjum okkur í umhverfinu og nýtum okkur það. Hvernig við beitum okkur í samræmi við þá lagalegu ábyrgð sem hvílir á okkur.

 

Lærðu að verjast ofbeldi eins og það gerist í raunveruleikanum, þar sem menn svífast einskis og enginn leikdómari stoppar þá af.  

Næsta námskeið: 28. júní.

Opið öllum konum sem hafa náð 16 ára aldri

Verð: 19.990

Lengd: 12:00-18:00 á sunnudegi + Tvær kennslustundir með framhaldshóp í vikunni sem fylgir

Búnaður: Hefðbundin íþróttaföt duga en einnig er gott að hafa með gamla peysu sem má rifna, tannhlíf og MMA hanska.

FRAMHALD

FRAMHALDSTÍMAR

 

Að grunnámskeiði loknu getur viðkomkandi sótt framhaldstíma í ISR (ISR 201) ásamt þrektímum (Hermóður). Það eru engar þægilegar, styttri leiðir, til að verða skilvirkur í átökum, eina leiðin til að verða góður er að æfa sig. Í framhaldstímum fá iðkendur meiri mótspyrnu og æfingar verða meira krefjandi. Grunnurinn er æfður betur og nýju bætt við. Framhaldstímar ISR eru öll virk kvöld samkvæmt stundatöflu. 
  • Facebook - ISR
  • YouTube - ISR
  • Instagram - ISR

isrmatrix@isrmatrix.is

+354 862 0808

Sporthúsið 

Dalsmári 9-11

200 Kópavogur

Iceland