ISR - CLUTCH

SJÁLFSVÖRN

 

Sjálfsvörn ISR snýst um að verjast ofbeldi eins og það á sér stað í raunveruleikanum. Notast er við glímutök, fellur, hengingar og högg til að yfirbuga árásaraðila þar sem rík áhersla er lögð á að beita alltaf vægasta úrræði sem völ er á. 

 

ISR snýr ekki bara að átökunum sjálfum heldur einnig taktík þeim tengdum. Hvernig við forðumst átök og komum í veg fyrir að eldfimar aðstæður stigmagnist. Hvernig við staðsetjum okkur í umhverfinu og nýtum okkur það. Hvernig við beitum okkur í samræmi við þá lagalegu ábyrgð sem hvílir á okkur. 

Lærðu að verjast ofbeldi eins og það gerist í raunveruleikanum, þar sem menn svífast einskis og enginn leikdómari stoppar þá af.  

Næsta námskeið: Tilkynnt bráðlega

Opið öllum sem hafa náð 16 ára aldri

Verð: 19.990

Lengd: 12:00-18:00 á sunnudegi + Tvær kennslustundir með framhaldshóp í vikunni sem fylgir.

Búnaður: Hefðbundin íþróttaföt duga en einnig er gott að hafa með gamla peysu sem má rifna, tannhlíf og MMA hanska.

Að grunnámskeiði loknu getur viðkomkandi sótt framhaldstíma í ISR (ISR 201) ásamt þrektímum (Hermóður). Það eru engar þægilegar, styttri leiðir, til að verða skilvirkur í átökum, eina leiðin til að verða góður er að æfa sig. Í framhaldstímum fá iðkendur meiri mótspyrnu og æfingar verða meira krefjandi. Grunnurinn er æfður betur og nýju bætt við. Framhaldstímar ISR eru öll virk kvöld samkvæmt stundatöflu. 
FRAMHALD

FRAMHALDSTÍMAR

  • Facebook - ISR
  • YouTube - ISR
  • Instagram - ISR

isrmatrix@isrmatrix.is

+354 862 0808

Sporthúsið 

Dalsmári 9-11

200 Kópavogur

Iceland