MMA FYRIR GÖTUNA
ISR CLUTCH
ISR CLUTCH er neyðarvörn fyrir götuna sem upprunalega var þróuð fyrir sérsveit bandaríska flughersins.
CLUTCH eru slagsmál einfölduð. Lögð er áhersla á fáar en áhrifaríkar tæknir sem henta vel í frjálsum átökum þar sem engar reglur eru til staðar.
Í CLUTCH er gripið í fatnað, umhverfi notað og bolabrögðum beitt til að yfirbuga árásaraðila. Notast er við hnefahögg, spörk, hengingar, glímutök og fellur í grunninn en kerfið tekur einnig á taktík í átökum, skyndihjálp, eggvopnum, kylfum og skotvopnum fyrir lengra komna.
Lærðu að verja þig þar sem engar reglur gilda og enginn dómari er til staðar.
GRUNNNÁMSKEIÐ
CLUTCH 101
Grunnnámskeiðið er 6 klukkustundir. Námskeiðið hefst á kynningu á kerfinu og eftir það er farið í grunnatriði. Tæknin æfð gegn uppbyggjandi motspyrnu sem tryggir að nemandinn lærir ekki aðeins tæknina, heldur lærir að beita henni fyrir sig gegn mótaðila.
Nemendum gefst svo kostur á að sækja framhaldsæfingar eftir að hafa lokið grunnnámskeiðinu.
Verð: 19.900 kr
FRAMHALDSTÍMAR
CLUTCH 201
Í framhaldstímunum er farið enn dýpra ofan í kerfið.
Kerfið byggist upp á 6 stigum og læra nemendur að nota tæknina undir meiri pressu. Lögð er áhersla á að nemendur styrkist einnig líkamlega og andlega við æfingarnar.
Til þess að geta sótt framhaldstíma þarf viðkomandi að hafa lokið grunnnámskeiði.