top of page
valknut hvittpng.png

SJÁLFSVÖRN - VARNARTÖK

ISR MATRIX

SKAÐAMINNKANDI TÆKNI

KERFIÐ

ISR Matrix kerfið er byggt upp á þremur undirstöðuatriðum

Stöðva hættuna.
Tryggja aðstæður.
Leysa úr aðstæðum.

ISR er flæðandi kerfi sem auðvelt er að læra vegna þess að æfingarferlið felur í sér æfingar með stigvaxandi mótspyrnu.
Þannig fær iðkandinn mjög fljótt reynslu af því að notfæra sér þessa tæknina og mun í framhaldi þekkja mörk sín betur.
Kerfið er öruggt bæði fyrir þá sem beita því og einnig fyrir þá sem verða fyrir því.
Þar sem ISR er flæðandi kerfi hafa iðkendur möguleika á því að fara viðstöðulaust úr einni stöðu í aðra.
Mikil áhersla er lögð á að geta skipt úr einni stöðu yfir í aðra í kennslunni vegna þess að raunveruleikinn er sá að menn gera mistök og verða að geta brugðist tímanlega við til þess að leiðrétta þau og koma í veg fyrir frekari vandræði.


ISR Matrix er afrakstur mikillar þróunarvinnu sem bandaríkjamaðurinn Luis Gutierrez hefur staðið í fararbroddi fyrir.
Hann hefur unnið með lögreglumönnum, fangavörðum og almennum borgurum og skoðað vel lögmál þeirra daglegu vinnu til þess að gera
vinnuumhverfið sem allra öruggast.
Það eru engin leyni- /fantabrögð í ISR heldur er þetta einföld tækni sem er uppfærð úr bardagaíþróttum eins og brasilísku jiu jitsu, kickboxi og judo.

Untitled-3.jpg

VIÐTAL VIÐ
LUIS GUTIERREZ

HAFA SAMBAND

Takk fyrir!

bottom of page