VALDBEITING OG NEYÐARVÖRN
ISR PM
ISR PM er kerfi sem ætlað er öllum þeim sem starfa við hættulegar aðstæður t.d lögreglumenn, öryggisverði, flugfreyjur, geðheilbrigðisstarfsmenn ofl.
Tæknin er einföld, öflug og örugg. Hægt er að nota sömu tökin á veikburða manneskju með lítinn mótþróa yfir í að tryggja hættulegar aðstæður þar sem sterkir einstaklingar reyna skaða þig, aðra eða sjálfan sig. Kerfinu er ætlað að vera einstaklega öruggt jafnt fyrir þá sem eru beittir því og þann sem beitir því.
GRUNNNÁMSKEIÐ
PM 101
Á grunnnámskeiðinu eru kennd öll helstu grunnatriði kefisins og þau æfð gegn uppbyggjandi motspyrnu sem tryggir að nemandinn lærir ekki aðeins tæknina, heldur lærir að beita henni fyrir sig gegn mótaðila.
Einnig fá nemendur að prufa að æfa í hópum, tveir gegn einum, þrír gegn tveimur o.s.frv.
ath! 17 ára aldurstakmark
Verð 19.900
FRAMHALDSTÍMAR
PM 201
Í framhaldstímunum er byggt á grunninum sem nemendur lærðu í 101 og hann finpússaður, auk þess verður mótspyrna meiri. Farið er dýpra í PM kerfið auk þess sem nemendur fá að prófa önnur kerfi.
Lagt er uppúr að nemendur styrkist bæði líkamlega og andlega í þessum tímum.
Viðkomandi þarf að hafa lokið við grunnnámskeið til að sækja framhaldstíma.