ISR er alhliða sjálfsvörn sem byggir á einföldum grunni og auðvelt er að ná tökum á. Um er að ræða glímubrögð sem eiga uppruna sinn í freestyle glímu, bjj og júdói, en einnig högg sem rekja má til hnefaleika og muay thai þegar neyðin kallar á. ISR má leggja stund á og æfa eins og íþróttirnar sem ISR byggir á en áherslan er á að verjast ofbeldi eins og það gerist í raunveruleikanum.

 

Auðvitað er ávallt best að koma sér undan átökum ef hjá þeim er komist. Í ISR er lögð rík áhersla á að verjast og koma sér undan. Oft er hægt að tala fólk til eða sneiða fram hjá eldfimum aðstæðum og okkur ber að gera það af fremsta megni en því miður er það ekki alltaf mögulegt. Stundum er engin undankomuleið; fyrir okkur sjálf eða einhvern kærkominn okkur. Þá verðum við að taka slaginn. Í þeim tilfellum er gríðarlega mikilvægt að við notumst við vægasta úrræði sem völ er á. Við göngum aldrei lengra en nauðsynlegt er til að vinna bug á óréttlætinu sem við, og/eða þriðji aðili, verðum fyrir. Það skiptir sköpum að sá sem æfir hjá ISR teljist ekki vera í órétti en sé svo, getur það varðað tafarlausan brottrekstur úr félaginu. Hjá ISR kennum við ekki ofbeldi, við kennum vörn gegn því. 

Með því að byggja á "high contact" bardagaíþróttum er ekki verið að finna upp hjólið.  Notast er við tækni sem þegar er til og vitað er að virkar vel undir mikilli pressu. ISR nálgunin felur í sér að einblína á tæknibrögð sem eru áhirfarík og samtvinnanleg. Þegar eitthvað virkar ekki er auðvelt að skipta í annað sem kannski ber betri árangur í tilteknum aðstæðum. Þetta er mikilvægt því í átökum eru engin töfrabrögð. Það kann að hljóma augljóslega en það ber að nefna. Ekkert varnarbragð dugir í öllum aðstæðum frekar en að skot í fótbolta endi alltaf í netinu. 

UM OKKUR

Handalögmál eru óútreiknanleg og flókin. Árásaraðilar geta verið af öllum stærðum og gerðum. Þeir slá á móti, eru hreyfanlegir og sýna ekki alltaf þau viðbrögð sem við búumst við. Þess vegna er æft "lifandi" í ISR líkt og gert er í þeim íþróttum sem ISR byggir á. Glímt er frjálst og tekist er á með boxhönskum. Með því gerir hver og einn sér grein fyrir hvað hann/hún getur en, það sem enn mikilvægara er, hvað hann/hún getur ekki. Stærð og styrkur skiptir t.d. miklu máli en því færari sem við verðurm því stærri og sterkari aðila getum við ráðið við. Og eina leiðin til að verða færari er að takast á. Að því sögðu pössum við vel upp á að enginn fari fram úr sér og að enginn meiðist. Það græðir enginn á því að láta lemja sig ítrekað í höfuðið eða láta skella sér harkalega í gólfið. Allir fara á sínum hraða og sýna æfingarfélögum sínum skilning og virðingu. 

ISR stendur fyrir Inngrip (Intercept), Stöðva (Stabilize) og Ráða úr (Resolve). Með þessari skiptingu er reynt að einfalda hugsunina að baki handalögmála. Til þess að verða ofan á verðum við að grípa inn í á einhvern hátt, stöðva viðkomandi eða hægja á honum til að koma okkur í stöðu til að ráða úr og vinna bug á hættunni.  Allt í ISR byggir á einföldum grunni sem auðvelt er að ná tökum á en eðlilega tekur þó nokkra æfingu að verða skilvirkur í. ​

ISR býður síðan upp á heilan heim af möguleikum fyrir þá sem vilja læra og æfa meira. Allt saman miðar að því að vera einfalt en áhrifaríkt og að henta átökum eins og þau gerast í raunveruleikanum, þar sem menn svífast einskis og enginn leikdómari stoppar þá af. 

ÞJÁLFARAR

JÓN VIÐAR

GUNNAR SCHEVING

IMMA HELGA

Stofnandi Mjölnis og ISR á Íslandi

 

21 árs reynsla af bardagaíþróttum, þar af 17 ára reynsla af þjálfun

 

ISR þjálfari frá 2006 

Margra ára reynsla af bardagaíþróttum

 

ISR þjálfari frá 2017

Margfaldur Íslandsmeistari í hnefaleikum

Keppniskona í MMA

ISR þjálfari frá 2018

  • Facebook - ISR
  • YouTube - ISR
  • Instagram - ISR

isrmatrix@isrmatrix.is

+354 862 0808

Sporthúsið 

Dalsmári 9-11

200 Kópavogur

Iceland